UM OKKUR

Svona vinnum við:

* Frítt verðmat
Við verðmetum eignina samdægurs, gefum góð ráð varðandi framhaldið og skráum hana inn á alla helstu vefmiðla landsins og á eigin heimasíðu.

* Við sýnum að sjálfsögðu allar eignir sjálfir og höfum alltaf gert, annað er léleg þjónusta.
Við leggjum metnað okkar í að veita góða og persónulega þjónustu, þess vegna sýnum við alltaf sjálfir eignina.

* Alvöru ljósmyndun
Við mætum á staðinn með alvöru græjur og tökum myndir af eigninni sem síðan eru notaðar í allt markaðsefni, á vefsíður, í Dagskrána og hjá okkur.

* Eftirfylgni
Við höfum alltaf samband við viðskiptavini sem sýna eigninni áhuga og/eða skoða hana, fáum þannig dýrmætar upplýsingar sem eru gagnlegar fyrir eigendur eigna, t.d. hvað mætti betur fara o.s.frv.

* Traust og örugg meðferð fjármuna
Í samræmi við lög og reglur er fjármunum viðskiptavina alltaf haldið aðskildum frá okkar fjármunum á sérstökum fjárvörslureikningi. Einkunnarorð okkar eru einföld: Þú þarft ekki að leita annað!

Arnar Guðmundsson Löggiltur fasteignasali [email protected]